Ég hef mikið tekið eftir því upp á síðkastið hvað íslendingar eru ótrúlega kaldlyndir og fyrst og fremst stoltir. Ég var niðrí bæ að labba, og ég ákvað að testa hvort fólk myndi svara mér ef ég myndi bjóða þeim góðan daginn… Fyrstu 10 svöruðu mér ekki, en svo kom einn eldri maður sem bauð mér góðan daginn á móti! Fólk varð bara hneykslað þegar ég vogaði mér að bjóða góðan daginn!!! Hvað er heimurinn að verða??? Sumir litu ekki einu sinni á mig!!! Mér finnst þetta mikill galli á íslensku þjóðinni ef ég á að segja eins og er. Mér finnst að við íslendingarnir eigum að standa saman í einu og öllu og reyna að vera soldið meira vingjarnleg við hvort annað! Það er alltof mikið af fordómum á þessu litla landi… Eða hvað finnst ykkur?