Úff… röksemdafærslan þín er svo yfirþyrmandi að ég get bara ekki svarað.
Eða jú… kannski…
Þú ert einn af þessum sem fordæmir heildina út frá takmarkaðri reynslu, eða útfrá smá broti úr heildinni. Það kallast fordómar.
Skoðaðu aðeins orðið For-dómar.
Það táknar að dæma eitthvað fyrirfram.
Þar sem það er útilokað að þú hafir heyrt, séð eða hitt alla bandaríkjamenn, ert þú ekki í nokkurri aðstöðu til að dæma þjóðina eins og þú gerir.
Vissulega er mikið af fíflum í BNA, en það er líka mikið af fíflum á Íslandi.
Ef ég myndi lesa þitt röfl og dæma Íslendinga út frá því, er ég ansi hræddur um að dómurinn yrði frekar neikvæður.
Sem betur fer þekki ég mikið af gáfuðum Íslendingum og veit því betur. Ég þekki líka mikið af gáfuðum Bandaríkjamönnum og veit því betur en að dæma þjóðina heimska, þó ég hafi vissulega rekist á slatta af heimsku fólki líka.
Svo skýturðu þig líka í fótinn þegar þú segir að þetta samansafn af fávitum, eins og þú vilt halda fram að þeir séu, séu innflytjendur. Þýðir það ekki að fávitarnir séu komnir frá öllum þjóðum heims, úr því að fólk flytur þaðan til BNA? Nú bý ég t.d. í BNA og verð seint talinn fáviti. Þar af leiðir að þessi fullyrðing þín fellur algerlega um sjálfa sig.
Vissulega var þjóðin byggð af innflytjendum, en það var Ísland líka fyrir nokkuð mörgum árum. Það er enginn “sannur” Íslendingur ef þú leitar nógu langt aftur.
Það er hrein fáviska að reyna að nota svona röksemdafærslu til að sýna fram á eitthvað neikvætt um einhverja þjóð.
Forfeður þínir voru innflytjendur. Þeirra forfeður voru Norskir eða Írskir.
Nema fjölskylda þín hafi flutt til Íslands seinna en það, frá einhverju öðru landi, sem þá gerir þig að… innflytjanda?
Mér sýnist því að þú sért einn af þeim sem sér flísina í auga náungans en sérð ekki bjálkann í þínu eigin.
BudIcer, þér eruð flón.
Gæti ég mögulega sagt þetta á kurteisari hátt? Held ekki…
PS. vælukjói = einhver sem kvartar og röflar yfir því sem honum finnst að einhverju… eins og t.d. að einhver þjóð sé heimsk. Ert ÞÚ þá ekki sjálfur í þessum flokki? Nei, ég bara spyr…<br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end.
Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love.
-“Was it good for you too?”
-“I think the Pepto Bismol helped.”
</i><br><h
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.