Grísk spínatbaka.
Fyrir 6-8 manns.
Deig.
Hveiti: 300 gr.
Heilhveiti: 150 gr.
Ferskt ger: 25 gr. (þurrger = 4 gr.)
Volgt varn: 200 ml.
Egg: 1 stk.
Ólífuolía: 4 msk.
Salt: 1 tsk.
Fylling.
Ferskt spínat: 1 kg.
Ólífuolía: 1 dl.
Gulur laukur: 2 stk. (fíntsaxaður)
Hvítlaukur: 1-2 rif. (maukaður)
Pipar: á milli fingra.
Múskat: á milli fingra.
Ferskt dill: 2 kvistir. (fínt söxuð)
Fetaostur: 300 gr.
Eggjarauða: 1 stk. (til að pensla yfir brauðið)
Bökunarform: 1 stk. ca. 30 cm. í þvermál og ca. 4 cm. djúpt.
(paiform úr eldföstum leir)
Aðferð:
1. Blandaðu vandlega saman hveitinu og heilhveitinu og gerinu. Blandaðu vatninu út í og hnoðaðu deigið saman og láttu það standa í 10 mín.
2. Bættu síðan egginu, ólífuolíunni og saltinu saman við hveitiblönduna, hnoðaðu deigið saman þar til það er orðið mjúkt.
3. Hreinsaðu stilkinn frá spínatinu, skolaðu spínatið, þerraðu og saxaðu það niður frekar gróft.
4. Hitaðu pönnu með olíu. Kraumaðu laukinn í olíunni, bættu hvítlauknum út í og að síðustu spínatinu. Gufusteiktu blönduna í nokkrar mínútur eða þar til spínatið er orðið vel mjúkt. Saltaðu varlega því osturinn getur verið vel saltur. Kryddaðu með múskati og pipar.
5. Hrærðu saman við fetaostinum og láttu hann bráðna vel saman við spínatið. Að siðustu er dillinu bætt út í.
6. Rúllaðu 2/3 af deiginu út í ca. 1 cm. þykkt og leggðu deigið í formið. settu síðan kælda spínatblönduna yfir deigið. Passa verður að 1-2 cm. deigrönd sé auð. Deigröndin er pensluð með eggjarauðu.
7. Restinni af deiginu er rúllað út og lagt yfir formið með spínatinu. þrístu deigröndunum vel saman, skerðu burtu allt auka deig og pennslaðu deiglokið með eggjarauðu. það sem eftir er af deiginu má nota til þess að skreyta með.
8. Í miðju deigsins er gert gat til þess að gufa sem kemur frá fyllingunni sleppi út og bleiti ekki deigið. Látið bökuna standa í 15-20 mín. áður en hún er bökuð.
9. Bakan er bökuð við 170 °C. í 40 mín.
Fann þetta á netinu, hjálpar þetta?
<br><br>
<a href="
http://kasmir.hugi.is/kasmir/main.php3?id=4&uname=steiny">Hér</a> ber að líta <b>Gimbil</b> andlegan leiðtoga Counterstrikara.