Svar við nr.1-4
Ég gerði þann agalega glæp um daginn þegar ég var að láta særa á mér hárið á hárgreiðslustofu að líta í blað sem heitir Séð og Heyrt, þó ég sé á móti svoleiðis fjölmiðlum og geri það yfirleitt ekki. Þar var viðtal við Dóru Takefusu sem ekkert var út á að setja, ef Séð og Heyrt héldi sig bara við svona mannúðlegt “slúður” en ekki rógburð eða að vellta sér upp úr ógæfu annara, myndi ég alveg kaupa það, mér finnst gaman að svoleiðis stundum, en anyway….Dóra er mjög lagleg kona sem er hálf japönsk og þar voru myndir af börnunum hennar tveimur. Bæði börnin voru bláeyg, annað líka ljóshærð (hitt dökkskolhært) og litu bara alveg eins út og aðrir Íslendingar. Svo þetta er ekki rétt hjá þér, hvít útlitseinkenni gufa ekkert bara upp sko. Ég hef oft séð svona börn foreldra með ólíkt útlit. Afþví meirihlutinn af Íslendingum er hvítur og allt það verða útlendingarnir það líka í annan ættlið eða svo…Til dæmis ef þú kemur í Bandarískan smábæ þar sem mikið er um ljóshært og bláeygt fólk sem er ekkert öðruvísi í útliti en Bretar þá er engu að síður stærstur hluti þess kannski blandaður Indjánum eða svörtum….eins og við erum sjálf, hvaðan heldur þú til dæmis að Björk Guðmundsdóttir komi? Ég held nazistarnir hefðu nú hennt henni beint í gasklefana með þetta lúkk sitt, en samkvæmt islendingabok.is erum við nú öll skyld henni býst ég við, og þar af leiðandi öll með sömu gen þó þau sjáist ekki jafn vel, hvaðan sem þau koma, inúítum, sömum eða hvað, ÞÚ líka…
5. Íslenski kynstofninn? Ert þú ekki bara norskur, írskur, danskur og allt þetta venjulega sjálfur? Hvaða kynstofn ertu að tala um? Ruglið…
Og já um ást og það þá er vinur minn sem ég er að tala um ungur, myndarlegur maður (ekki orðin 30 ára) vellríkur maður, og já, ég meina RÍKUR (hann er ekki íslenskur, fjölskyldan hans er mjög auðug), hámenntaður á fleiri en einu sviði og þykir afburðagreindur og konur hafa þvílíkt slegist um hann. Engu að síður er hann að giftast konu frá Asíu, ….hvað hélstu að það væri ekki hægt að elska konur frá Asíu? (Lastu annars greinina mína um þær?)
Hvað með sjónvarpsstjóran á Skjá Einum sem var með stelpu frá Asíu meðan allt lék í lyndi hjá honum? Yngsti buisnessmaður Íslands, ágætlega myndarlegur strákur og allt það átti sem sagt ekki séns í neinn annan? Trúlegt eða hitt þú heldur…
En hvað með John Lennon? Giftist hann Yoko Uno afþví hann var svo desperat? Maðurinn sem var svo mikil súperstjarna að þúsundir stelpna féllu í yfirlið við að sjá hann, frægasti og elskaðasti maður heims á sínum tíma? Ég skil…Auðvitað hann varð bara að kaupa hana Yoko Uno, hann átti ekki séns í nema Asíukonur! Æ, greyið mitt….
Ég sá MJÖG myndarlegan ungan mann í Smáralind um daginn. Þá meina ég MJÖG….Hann var með konu greinilega af Asískum uppruna, sem var greinilega konan hans og þrjú börn sín með sér.
Svo mér sýnist menn sem giftast Asíukonum bara jafn fjölbreyttir einstaklingar og aðrir, en þér?
Ef ég fer til útlanda tekur fólk mér þá opnum örmum? Ég hef búið í útlöndum og var beðin um að fara aldrei til baka! Ég hef mikið verið í alþjóðlegu umhverfi síðan og allt fólk af öllum litarháttum tekur mér mjög vel og ég á vini frá ótal löndum. Fólk tekur mér meira að segja talsvert betur úti almennt en hér, svo já. Enda bý ég kannski yfir vissum aðlögunarhæfileikum sem þeir sem hafa eitthvað breytt um umhverfi þróa með sér.
Og fyrst þú nefnir Bandaríkin og hverfin í New York þá er þetta skipting sem byggir á MENNINGU ekki litarhætti. Ef þú nefnir til dæmis hverfi þar sem býr mikið af gyðingum þá eiga þeir stundum lituð ættleidd börn (þeir ættleiða óvenju mikið af börnum miðað við aðra) og svo má ekki gleyma því að meira en ANNAR HVER bandarískur gyðingur á konu eða mann sem er ekki gyðingur, sem er blöndunarmet allra hópa Bandaríkjanna (Gyðingar USA eru sem sagt minnstu rasistarnir og giftast mest út fyrir hópinn af öllum hópum þar)….Með maka sína, sem eru oftar litaðir en hjá hinu hvíta fólkinu, þó oftast giftist þeir hvítu kristnu fólki, búa þeir svo oft í hverfunum þar sem mikið er um gyðinga…Svo menning eða litur er ekki það sama, skilurðu?
Fyrst við erum að tala um hverfin sem hafa hæst hlutfall gyðinga má nefna að það er hvergi betra fyrir Kínverska veitingastaði að vera, og bestu Kínversku veitingastaðirnir eru yfirleitt í þeim, enda Kínverskur matur orðinn einhvers konar þjóðarréttur Bandarískra gyðinga, sem á sér flókna sögu…Svo Kínverjarnir sem reka resturantana búa þarna líka oft…
Bara svona dæmi um hvað við erum að tala um flókin hlut, sem þú einfaldar í einhverja afskaplega banal skiptingu í litarhætti. Fjölmenning er aldrei það einföld, ég gæti nefnt fleiri dæmi en óeiginlegu “gyðingahverfin”….
Það er gaman að hafa allt svona einfalt eins og þú kannski, því þá getur maður vitað allt og skilið allt, ha?
En því miður heimurinn sem Guð skapaði er ekki bara óendanlega stór, heldur óendanlega flókinn, og eins og himininn speglast í hverjum dropa í óendanleika sínum, speglast þessi óendanlega flækja í hverju menningarsamfélagi…
En have it your way, breytum flóknum menningarheimum í mislit hverfi…Ég fæ nú bara hláturskast, no offense.