Kæru landar.

Ég hef séð mikið af meiðandi húmor hér, húmor sem er notaður til að gera grín að fólki. Það finnst mér ekki fyndið. Ég get með stollti viðurkennt að ég er algjörlega húmorslaus, afþví ég hef séð hvernig húmor særir annað fólk.

Ég á til dæmis tvo vini sem heita Rasmus og Rassmus og einn vin sem heitir Rasmussen. Þeir komu allir með mér til Íslands í sumarfríinu einu sinni, en ég er brottflúinn Íslendingur, og var þeim mikið strítt af nafngift sinni. Slíkt er svívirða og þeir fóru niðurbrotnir menn aftur til Danmerkur og þurfti ég að sannfæra þá lengi um að Íslendingar væru almennt ekki vont fólk!
Rasmus/ Rassmus er fallegt nafn, komið af gríska nafninu Erasmus sem merkir elskuverður! En afhverju var þessum ágætu Rassmusum þá ekki sýnd nóg elska á Íslandi? Afhverju þurftu 6 manns, já 6 manns !, að flissa að nöfnum þeirra á þeim 2 vikum sem þeir dvöldu hér! Hvað eiga Danir að halda um “frændur” sína“.

Mér finnst svívirða hvernig Íslendingar nota ”húmor“ sinn gegn Dönum, tala um holdafar þeirra og drykkjumenningu og gera grín að þessu lífsnautnafólki sem kann að meta mat og drykk, enda geta menn hér fremur veitt sér slíkt, því hér er stanslaust góðæri og hver maður getur alltaf átt vín og osta og kavíar í kælinum, ólíkt því sem gerist á Íslandi þar sem fátækt knýr menn til að flýja til Danmerkur!

Ég hef stofnað flokkinn ”Flokk konungssinna" , óformlega að vísu, en ég hef aflað honum 72 fylgismanna nú þegar, þar af 50 dönskum fylgismönnum sem búa hér í Danmörku og styðja flokkinn á ýmsan hátt, 12 Íslendinga sem eru búsettir í Danmörku og 7 manns á Íslandi, þar af 6 Íslendingar og 1 Dani búsettir á Íslandi, þá eru enn ótaldir tveir Íslendingar sem búa í Noregi sem hafa gengið í Flokkinn og einn Dani búsettur á Bretlandseyjum. Þetta er kannski ekki mikið en flokkurinn er í stöðugum vexti og ég veit af 15 manns sem ætla að ganga í hann á næstu dögum en eru enn að gera upp hug sinn aðallega vegna hættunnar á aðkasti frá Íslendingum.

Ef þú villt ganga í flokk okkar endilega sendu mér skilaboð!
Flokkurinn verður mjög áhugavert innlegg í íslenska stjórnmálabaráttu og eitt fyrsta verk okkar verður að berjast gegn óviðeigandi húmor, svo sem Rassmussen brandörum og öðrum ókonunglegum húmor, ekki með lagasetningu, heldur með upplýsingu, því við erum frjálslyndur konungshollur flokkur! Einmitt það sem vantar á Íslandi!

Sjálfur er ég húmorslaus með öllu, en þeir sem hafa hlotið þessa gjöf húmorinn og grínast við og við ættu að nota hann öðrum til góðs en ekki til ills, þar sem ekki geta allir verið eins og ég og sleppt því algjörlega að grínast undir nokkrum kringumstæðum.


Konungsveldið lengi lifi!
Ykkar brottflúni elskandi landi,
Strikið,

Köben,
Danmörk.