Svokallað puppy mill þar sem hvolpum er dælt út til að selja án þess að hafa áhyggjur af umhirðu tíkanna sem eru látnar gjóta eins oft og hægt er, ættgengum sjúkdómum og göllum eða hreinlæti og umhirðu hvolpanna. Hvolpar frá slíkum stöðum geta verið veikir, með sníkjudýr, með galla vegna skyldleikaræktunar eða annars, taugaveiklaðir vegna lélegrar umhirðu og lítillar umgengni við fólk á fyrstu mánuðunum og erfiðari í þjálfun vegna þess að þeir hafa ekki alist upp inni á heimili.