Vissulega er tilgangur vörunnar mismunandi, en það breytir því ekki að ríkið hefur ekki rétt til að skipa þér fyrir um það hvort þú notar þær eða ekki eða hvernig þú notar þær ef þú gerir það. Valfrelsi einstaklinga hlýtur alltaf að verða að hafa forgang, svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Það er ansi langsótt að segja að heróínneysla skaði líkamlega nokkurn annan en þann sem þess neytir.
Ef þú vilt hella yfir þig bensíni og kveikja svo í sígarettu hefurðu fullan rétt til þess, það er heimskulegt og skaðlegt, en þú hefur engu að síður fullan rétt á því að gera heimskulega hluti sem eru skaðleg þér.
Og já, þegar kemur að valfrelsi einstaklinga, er lítið um grá svæði. Annað hvort hefurðu valfrelsi, eða ekki.
Hins vegar vil ég benda þér á að í lýsingunni hjá þér á vörunum tveim, þá gleymdirðu að taka fram hver notkun fíkniefna er. Hún er nefnilega ekki bara seinvirkt sjálfsmorð. Fólk er að leita að vímu. Áfengi er ein leið til þess, jafnvel sígarettur flokkast þar undir þar sem nægileg breyting verður á líðan einstaklings við neysluna. Sama má segja um heróín, kókaín, maríjúana, e-töflur, LSD, hvað þetta nú allt heitir, sem eru allt leiðir einstaklings til að komast í vímu. Sumir sniffa lím. Það er ein leið. Sumir borða sveppi eða reykja njóla. Sumir nota lyf sem þarf lyfseðil til að fá. Sumir ánetjast verkjalyfjum. Sumir setja bara plastpoka yfir höfuðið til að minnka súrefnisinntökuna. Sumir anda að sér hláturgasi.
Það er til fullt af aðferðum til að komast í vímu eða annarlegt ástand, sem er jú tilgangurinn með þessu öllu saman.
Hvernig í ósköpunum getur það verið í verkahring ríkisins að segja fólki til um það hvaða aðferðum það má beita?
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
Æj, ég skil alveg hvað þú ert að tala um. Það verða samt að vera einhver takmörk.
Sumt fólk er sífellt kvartandi um að heimurinn fari versnandi. Endalausir biðlistar á meðferðarheimili, líkamsárásir, nauðganir, morð og ég veit ekki hvað og hvað. Veit ekki hvort að þetta fólk átti sig á því að þetta er bara akkúrat þeim sjálfum að kenna. Við erum að ala komandi kynslóðir á efnishyggju, eiturlyfjum, hatri, stríði og það sem meira er, við erum að segja þeim að þetta sé allt í lagi.
Eins og málin standa í dag sjáum við allt niðrií 12 ára börn og jafnvel yngri útúr heiminum á laugardagskvöldum af völdum áfengis. Hvernig verður það ef/þegar sterkari efni verða lögleg?
0
Mér heyrist þú vilja frekar taka á einkennunum en orsökinni.
Hvernig stendur á því að foreldrar geta ekki haldið 12 ára börnum sínum heima eða minnsta kosti bannað þeim að fara í bæinn.
Þetta er auðvitað uppeldisatriði og þætti mér athyglisvert að vita hvort ekki er hægt að fjarlægja þessi börn frá foreldrum sem augsjáanlega ekki hafa hundsvit á því hvernig á að hugsa um börn.
Einhver sagði “heimurinn hefur ekkert versnað, upplýsingaflæðið hefur bara aukist svo við erum betur meðvituð um það hversu slæmur hann er”, og mér þykir það eiga ágætlega við í dag.
Fíkniefni eru ekki rót allra vandamála eins og margir vilja láta í skína, þau eru bara einfalt skotmark til að við þurfum ekki að horfast í augu við þá staðreynd að við þurfum stundum að taka ábyrgð á hlutunum.
Með því að lögleiða fíkniefni ertu ekki endilega að segja að það sé allt í lagi að nota þau. Þú ert einfaldlega að viðurkenna að þú hefur ekki rétt til að stjórna gjörðum annarra, sem ég veit að getur verið erfitt. Þú getur samt sem áður gert allt sem þú getur til að upplýsa fólk til að minnka líkurnar á því að það leiðist út í neyslu, en á endanum er það alltaf persónuleg ákvörðun hvers og eins, sama hversu mikið við segum þeim að gera það ekki.
En þessi röksemdafærsla hjá þér þarna síðast var sú sama og notuð var til að mótmæla bjórnum á sínum tíma. Það hafði nákvæmlega engin áhrif.
Skoðaðu Amsterdam eða Zurich (hverfi í Zurich leyfði fíkniefni), þar sem glæpatíðni og meir að segja fjöldi þeirra sem neyta efnanna hrundi eftir að þau voru lögleidd.
Með lögleiðslu fækkaði nefnilega dílerum, (sem margir hverjir beita sér á skólakrakka) sem gerði það að verkum að færri voru að ýta þessu að áhrifagjörnum krökkum. Stundum er það allt sem þarf.
Eins og ég hef sagt áður:
Fíkniefni eru skaðleg, sama hvað þau heita.
En frelsi einstaklinga verður að virða, jafnvel þó þeir skaði sjálfa sig.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
0
Hvernig væri þá að sleppa því að stinga fólki sem hefur framið manndráp í fangelsi? Það er rangt að drepa en eins og þú segir þá ætti manneskjan að hafa frelsi til þess.
0
Þetta er vitanlega fullkomin rökleysa hjá þér. Ég er að tala um frelsi til að gera það sem mér sýnist við sjálfan mig, ekki aðra.
Skoðaðu svar mitt við pósti ruglubulla, þar sem ég kem einmitt inn á það.
Svarið mitt er hér:
<a href="
http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1121556&iBoardID=52">
http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1121556&iBoardID=52</a>
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
0
Fíkniefnaneysla annarra hefur áhrif á marga á ýmsan hátt. Þannig að það sem þú ert að gera kemur við fleiri en bara þig og þína.
0
Rétt er það, en hvers vegna er í lagi að hafa þau áhrif á aðra með neyslu áfengis en ekki t.d. maríjuana?
Þessi mikli tvískinnungur pirrar mig mjög…
Fyrir utan að áhrifin eru óbein.
Efnin sjálf hafa einungis áhrif á þinn líkama, ekki minn.
Þar af leiðandi hef ég ekki rétt til að segja þér að neyta ekki efnanna, þó það sé fúlt.
Hversu langt getum við gengið í að koma í veg fyrir óbein áhrif hegðunar manna ef þau eru skaðleg einhverjum einhvern veginn?
Ég get t.d. ákveðið að fara úr sokkunum í flugvél. Það hefur það í för með sér að maður sem situr tveim sætaröðum fyrir aftan mig kvartar yfir því að það sé ólykt í vélinni. Hann á kannski við sjúkdóm í önduarfærum að stríða og getur því orðið fyrir skakkaföllum ef eitthvað lyktar illa. Á þá að taka upp á því að banna flugfarþegum að fara úr sokkunum á meðan flugvélin er á ferð? Þetta er dæmi um óbein áhrif. Ef ég færi úr sokkunum og træði þeim upp í munninn á viðkomandi, væri vissulega hægt að gera eitthvað í málinu.
Ég gæti líka ákveðið að fá mér í glas með vinum mínum og undir áhrifum látið eitthvað út úr mér sem kemur einum vininum í vandræði. Á þá að banna mér að tala undir áhrifum? Eða kannski að banna áfengið?
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
0