Sjálfstæðismenn eru margir hverjir fylgjandi stríðinu í Írak. Þrátt fyrir vissu um að ótal sakleysingjar látist er hægt að réttlæta það með því að segja “Jú, en þetta fólk verður bara að take one for the team svo að vondi kallinn fari frá, þetta er fórnarkostnaður”.
Síðan segja sömu menn gráti nær þegar kvótakerfið ber á góma: “Það er alveg rosalega óréttlátt að bara taka kvótann af fólki sem keypti hann fyrir sína peninga og láta þjóðina, hinn réttmæta eiganda hans, fá hann. Það er svo óréttlátt”.
Nú spyr ég: Ef saklaust fólk í Írak getur flokkast undir fórnarkostnað með því að <b>gefa líf sitt</b>, afhverju mega nokkrir kvótakóngar sem missa hluta af kvótanum sínum ekki líka flokkast undir sama hatt?
Gildir “take one for the team” bara þegar það hentar ykkur?
Zedlic<br><br>
…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði