Það er satt hjá þér, það er ekki spurning hvað hlutirnir eru.
Orðið “femínisti” er samkvæmt minni fyrirgrennslan ekki til í íslenskri orðabók, sem er slæmt, það þýðir það að fólk túlkar þetta orð eins og því best hentar. Því fylgir svo mikið bull, fyrirframákveðnar hugmyndir fólks sem finnast femínistar óþarfir eða hvað það er.
Best væri ef við gætum kallað hlutina sama nafni, að orðið feministi væri að fullu skilgreint svo fólk gerði sér grein hvað nákvæmlega felst í því. Núna þýðir það í raun, í umræðunni, bara það sem fólki finnst um þetta orð og allt sem í því felst.
Lengi hefur þetta orð verið ljótt, það stendur fyrir í hugum manna eitthvað öfgafullt, stundum fæ ég á tilfinninguna að fólk sjái bara fyrir sér brussukvendi sem hati karla og vilji ekkert heitar en að traðka á þeim og sjá þá í ræsinu.
En fyrir mér er feministi ekki nákvæmlega það sama og jafnréttissinni, þótt að fyrir mér sé feministi manneskja sem vill jafnrétti milli kynjanna! Fyrir mér er femínisti EKKI manneskja sem hatar karlmenn og vill sjá þá verða undir í samfélaginu! Femínistar eru samt af öllum stærðum, gerðum og skoðunum! Að vera femínisti, fyrir mér, er ekki að vera á einhverri einni skoðun sem einkennir alla femínista, fyrir mér virkar það ekki svoleiðis, allir femínistar eru ekki sammála um alla hluti. Þó að þú værir flokksbundinn (dæmi) t.d í sjálfstæðisflokknum þýðir það samt ekki að þú sért sammála öllum skoðunum flokksbræðra þinna og systra.
Femínistar gefa sig út fyrir að vilja berjast fyrir réttindum kvenna á allskonar sviðum, þær geta allveg eins bent á óréttlæti þess að karlar fái oftast ekki forræði yfir börnum sínum, en afhverju vekur félag íslenskra feðra ekki jafn mikið umtal, þeir vilja jú aukin réttindi feðra á Íslandi á sama hátt og femínistar vilja afmá launamun kynjanna.
Ég er ekki í íslenska femínistafélaginu og ég hef ekkert sérstaklega verið að deila skoðunum mínum með öðrum áður og á engan hátt tala ég fyrir hönd femínista ! En ég hef áhuga á femínisma og finnst gaman að pæla í lífinu með femíniskum gleraugum
(ok núna hljóma ég kanski soldið sækó! hehe).
Kallið mig bara heimska belju eða ljóta truntu sem hatar karlmenn haha nei nei bara djók (hlakka svo til að fara að læra undir jarðfræðipróf, ég iða af tilhlökkun!) En já þetta vildi ég sagt hafa og svo vil ég hvetja fólk til að lesa Píkutorfuna sem ansi hreint skemmtileg bók og gæti breytt sýn margra á heim femínista… góðar stundir<br><br><a href="
http://www.allmusic.com“>Biblían mín</a>
<a href=”
http://www.leoncie-music.com“>My Idol</a>
<a href=”
http://www.oranger.net/">Stoney Curtis in reverse</a>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Bombing for peace is like fucking for virginity</i><br><h