Fékk í dag helv. flotta auglýsingu frá framsókn, svona yfirstrikunarpenni merktur xB, sem er annar _hluturinn_ sem ég fæ frá stjórnmálaflokk (hinn var ljótt xU merki)… Flott hugsaði ég, mér er búið að lítast nokkuð vel á framsókn og núna voru þeir að tryggja sér mitt atkvæði með svona sniðugri auglýsingu, en þá opnaði ég bréfið sem fylgdi með “Ágæti framhaldsskólanemi… Við sendum þér yfirstrikunarpenna sem vonandi kemur að gagni við próflesturinn.” WTF… Nú eru bara rúmlega fjórir mánuðir síðan ég útskrifaðist úr framhaldsskóla… Nokkuð seint að senda mér pennann núna því ekki þarf ég að yfirstrika neitt niðrí frystihúsi. Hvar var penninn í desember þegar hann hefði komið að gagni ? Æ, gleymdi að fyrir 4 mánuðum var framsókn skítsama um mig…
Var að hjálpa vini mínum að bera út stefnuskrá xS fyrir nokkrum dögum… tók síðan eftir því að aftast í henni stendur að kosningaskrifstofa samfylkingarinnar sé á Garðagrund 2, en ég sé nokkuð greinilega út um gluggann hjá mér að hún er á Garðabraut 2, á maður að treysta þessum flokk fyrir landinu þegar meðlimir hans virðast ekki vita hvar ein af kosningaskrifstofum flokksins er ?
Nú lítur út fyrir að ég kjósi bara xD, þeir eru búnir að standa sig ágætlega og þeir eru eini flokkurinn sem er ekki búinn að senda mér neinn auglýsingapóst…