Veistu, er ekki bara best að hætta að kvarta yfir verðinu á þessu ógeði sem big mac er og hætt að kaupa þá. Fá sér frekar alvöru borgara (steikja sjálfur eða American Style).
Og ekki mæli ég með KFC eftir lýsingarnar sem ég hef heyrt fra fyrrum starfsmanni þar (sem fór reyndar að vinna á mcd) hann sagði umgengnina þar til skammar og ógeðslega og að mcd væri allavegana snyrtilega framleiddur maturinn þó svo hann væri ekkert sérstakur.
Oh og með Burger King þá væri allt í lagi að fá einn svoleiðis stað hér heima, en þeir eru mjög misjafnir eftir stöðum. Ég hef farið á Burger King í BNA og á Spáni og líkaði mjög vel (eld grillað kjötið er það sem sker úr) en þegar ég fór á Burger King í London var ég ekki sáttur, borgarinn var ekki uppá marga fiska, kjötið var í lagi en brauðið og meðlætið var rosa vont, rakt og stale. Franskarnar voru lítið steiktar og vondar. Þannig að eftir tvo bita af borgaranum gekk ég út (nennti ekki að kvarta). Hinu megin við götuna var þá mcd og út af því að ég var enn svangur fór ég þangað og fékk mér burito með kjúkling og salsa og svona ham n' cheese melt samlóku (eitthvað svona food of the month dæmi) og var mjög ánægður með það, jafnvel þó þetta væri mcd.<br><br>—————————————-
<b>Hansi</b> - <a href="
http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Hansi&syna=msg“>Senda skilaboð</a> - <a href=”mailto:hansi@hansr.net">Senda e-mail</a