Mikið er ég sammála þér.
Það var t.d. könnun á huga fyrir nokkrum dögum, þar sem tveir þriðju af valmöguleikunum voru vitlaust skrifaðir.
Í fyrsta lagi ótrúlegt að einhver skyldi skrifa það svo vitlaust, en enn fáránlegra að einhver stjórinn skyldi samþykkja það óbreytt.
Íslenskan, bæði í töluðu og rituðu máli, er á undanhaldi, það er alveg ljóst. Ef við viljum halda tungumálinu á lífi, þá er ekki nóg að setja lög og reglur um hitt og þetta, heldur verðum við sjálf einnig að leggja okkar af mörkum. Til að mynda með því að nota villupúkann. Nú eða bara læra stafsetningu! Er það kannski til of mikils mælst?
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.