Ég er 17-18 ára og bý úti á landi.
Ég vaknaði, settist fyrir framan sjónvarpið, kveikti á því og ætlaði að tékka a´því hvort það væri nú eitthvað almennilegt barnaefni, því það hefur nú aldrei verið neitt sérstakt miðað við t.d. stöð 2.. En ég fór oft til vinar míns til þess að horfa á barnaefni þegar ég var yngri.
Ég hugsaði með mér “Þeir hljóta að eyða smá pening í eitthvað vandað barnaefni, amk einhverja nokkuð-nýja disney teiknimynd.. en nei.. Það var formúlan!! Formúla 1 um morgun á páskadegi!! Guð minn almáttugur! Er fólk ekki eðlilegt.. Ég leit á dagskrána.. Morgunstund kl. 10:00, Formúla ! kl. 11:30. GOLF á eftir því, einhver þáttur og heimildarmynd um málara!!!Barnaefni bara í einn og hálfan tíma! Ég leit a skjá-einn (en ég hef S1 því ég er í nokkuð stórum byggðakjarna, en margir landsmenn hafa ekki S1), og þar voru tónlistarmyndbönd. Ekkert fyrir krakka. Á páskamorgun. Þar á eftir kom Silvur Egils!!! Og rætt var um stjórnmál!!
Ég hef ekki stöð 2, og væri ég krakki.. Þá veit ég ekki hvað ég myndi gera??
Mér finnst ekki að börn eigi að horfa allt of mikið á sjónvarp, en ”díses kræst“! Það eru páskar!!!!
Ég varð bara svo pirraður.. Svo gat ég séð, mjög óskýrt og ruglað að það var einhver nokkuð ný teiknimynd á stöð 2!!
Nú er sjónvarpið algerlega búið að missa allt mitt álit á sér…
es. Afsakið innsláttarvillur. ég er bara svo ótrúlega pirraður!!<br><br>—
TTCmp
”Real power is something you take..“
- EVE: The Second Genesis (fjölmennið! <a href=”http://www.eve.is">http://www.eve.is</a>)
Smoking is one of the leading causes of statistics…