Ég krefst þess að hugi taki upp svona sviga fyrir aftan notandanöfn eins og í séð og heyrt :)

Það er vel þekkt að fólk tjái sig mismunandi eftir því á hvaða aldri viðmælandinn er enda ekkert óeðlilegt við það. Ég hef oft lent í vandræðum með þetta hérna á huga og það getur stundum verið erfitt að greina á milli.

Þegar þú talar við fólk sérðu strax hvað viðkomandi er gamall (innan ákveðinna marka), af hverju ætti það sama ekki að gilda hérna ?

Það er t.d alveg slatti af ungum strákum hérna sem eru að springa af testósteróni (bókstaflega) og geta oft ekki hamið sig þegar þeir hamra blótsyrðin og skammirnar inná korkana. Ef það stæði t.d bara Satan(15) þá mundi manni strax líða betur vitandi að umræddur væri bara ílla uppalinn unglingur. Það væri jafnvel hægt að setja svona filter á allar greinar og korkar þannig að maður þyrfti ekki að lesa það sem þessir gaurar væri að væla, snilld ! :)
<br><br>
Kv.

<b>Skhyler</b>
<a href="http://www.sigurdss0n.com“><font color=”#666666">sigurdss0n.com</font></a