Líkt og flestir kannast við er hinn 16 ára lágmarksaldur stjórnenda ennþá í fullu gildi. Ég held að með þesu móti sé ,,vefstjóri að útiloka þá sem ekki þykja nógu þroskaðir til að taka þátt í hinu erfiða og vandasama starfi stjórnendans, því eins og allir vita eru þeir sem eru 16 ára og yngri, bara börn”. <a href="http://www.hugi.is/daegurmal/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=pugman“>PugMan</a> lýsti þessu lykilatriði einstaklega vel… …,,Það er bara vitað að krakkar undir 16 ára aldri hafa engan þroska og gáfur í að vera admin. Þeir myndu senda inn rugl greinar, samþykkja allt frá vinum, og hegða sér eins og fífl.” (Ef þú vilt, geturðu skoðað meira um það <a href=”http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=982053&iBoardID=118“>hér</a>).
En af hverju þarf þetta aldurslágmark endilega að vera? Er það virkilega sanngjarnt? Ég er með ákveðna skoðun á þessu málinu, þar að segja, ég er í meginatriðum sammála <a href=”http://www.hugi.is/daegurmal/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=glaurung“>Glaurung</a>. (Ef þú vilt, máttu sjá skoðun hans <a href=”http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=987944&iBoardID=118“>hér</a>). Allir sem hafa uppfyllt ,,hin” skilyrðin (það er að segja stigamörkin, greinafjöldann og svo framvegis) ættu að fá prufutíma sem admin. Ef viðkomandi stendur sig ætti hann að fá stjórnendaréttindin, annars ekki.
Ég hef hugsað mér að setja upp undirskriftalista fyrir þá sem eru samþykkir tillögunni, líkt og ég gerði með <a href=”http://www.hugi.is/skak/">Skákáhugamálið</a> á dögunum(ég ætla að vona að nú taki fleiri þátt!). Ef þú vilt að ég bæti þér á hann, geturðu sent mér skilaboð.
Með kærri kveðju, Sverrir Þ. (11 ára).
<br><br><b>Tilvitnun:</b>
<i>…ef að þú ert virkilega að skrifa þetta þá ertu greinilega eikkað sick.. 11 ára snáði skirfar ekki svona greinar… Sk1nn1
…ég þori að veðja að mamma þín og pabbi hafi í sameiningu vandað sig afskaplega við að skrifa þetta bréf… Gismo162
…það sem ég held að er að faðir þinn skrifi greinarnar þínar fyrir þig… AphexT</i