“Rússar hafa tilkynnt að fulltrúi þeirra í Evróvisjónkeppninni í Riga verði stúlknadúettinn umdeildi, Tatu. Stúlkurnar, sem eru par, hafa skotist upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða og eru fyrstu alþjóðlegu poppstjörnur Rússa. Lagið ”All The Thing She Says“ hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og sat m.a. í 4 vikur á toppi breska vinsældalistans.
Julia Volkova og Lena Katina, báðar eru 18 ára gamlar, munu flytja lagið ”Ne ver, Ne bojsia“, sem gæti útlagst á íslensku ”Ekkert að óttast, ekki örvænta“. Þær segjast í samtali við breska götublaðið The Sun staðráðnar í að vinna keppnina. ”Við vildum gera þetta vegna þess að við erum rússneskar af líkama og sál,“ sagði Lena. ”Við munum valda miklum usla og bjóða upp á djarfara atriði en áður hafa sést í keppninni.“
Og þær eru þegar byrjaðar að bauna á keppinautana en Lena sagði þýska keppandann, hina 39 ára gömlu Lou, ”skorpna og gamla herfu“. ”Heima í Rússlandi er hugsað vel um þá blindu og öldruðu, en þeir eru ekki sendir í Evróvisjón eins og Þjóðverjar gera." http://mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?cid=100&nid=1023286
Kosturinn er að þær eiga örugglega eftir að gera grín af henni Birgittu okkar ;)
p.s fréttinni fylgir mynd af tveim léttklæddum stelpum, önnur er að strjúka brjóstið á hinni…. <br><br>Kv. EstHer
<font color=“navyBlue”><a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=EstHerP“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:esther1@simnet.is“>esther1@simnet.is</a>
Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/tiska“>Tíska & útlit</a>, <a href=”http://www.hugi.is/bornin“>Börnin okkar</a>, <a href=”http://www.hugi.is/romantik“>Rómantík</a> og <a href=”http://www.hugi.is/bornin">Heimilið</a></font
Kv. EstHer