krafti stærðar sinnar og með auknum umsvifum hafa Sambíóin og Háskólabíó náð fram hagstæðari innkaupum og þar af leiðandi náð að lækka ýmsan kostnað við reksturinn. Þessu til viðbótar hefur gengi dollarans undanfarið hjálpað til við að lækka verð á þeim kvikmyndum sem keyptar eru á hinum frjálsa markaði. Sambíóin og Háskólabíó hafa því ákveðið að koma til móts við viðskiptavini sína og lækka almennt miðaverð um 6,25% eða úr 800 kr í 750 kr. Lækkunin mun taka gildi strax föstudaginn 14 mars. Að sjálfsögðu munu Sambíóin og Háskólabíó áfram leitast við að vera með skemmtilegar uppákomur eins og áður og bjóða hin ýmsu tilboð svosem fjölskyldudaga sem haldnir hafa verið við miklar vinsældir.
Langaði bara að deila þessu með ykkur!!!! (fékk þetta í e-maili!! = ))