Hvernig væri að fá að vita um stigin?
Þetta er alveg fáránlegt. Það er sagt hér á huga.is að maður fái sérstök réttindi eftir að maður er kominn með ákveðinn fjölda stiga, eins og senda óritskoðaðar greinar og svoleiðis. Það eru margar greinar sem ég sé að eru senda um miðnætti og ég er nokkuð viss um að vefstjóri huga.is er ekki að vinna á þessum tíma. Hvernig væri að fá að vita þessa hluti. Ég er mjög viss um að ég sé að tala fyrir hönd flestra sem eru hér á huga.is. Við heimtum að fá að vita detailed hvernig þetta með stigin virka og hve mörg stig við þurfum til að fá þessi réttindi.