Leitt þykir mér ódannaðir hversu orðnir eru menn í dag!
Sú ódæmalausa ókurteisi og ódejligi skortur á fágun sem ungdómurinn sýnir er til háborinnar skammar! Mannasiði kenna ei mæðurnar lengur virðist mér. Enskuslettur vaða uppi og hvers kyns lágkúruleg músík. Telpur ganga um hálfnaktar og piltar í buxum svo síðum að halda mætti að þeir hefðu skitið á sig, en slíkir menn nefndust áður kúkalabbar, eins og frægt skáld benti á einu sinni. Hlusta drengir þessir á hvers kyns óþverra músík. Áður dejligt mannlífið er orðið sneytt allri almennri kurteisi og barbarisminn hefur náð nýju stigi og áður óþekktum hæðum.
Þið sem svarið hvert öðru hér með ókurteisi, slettum og stafsetningarvillum sem myndu fá Jón Sigurðsson til að snúa sér við í gröfinni hættið! Hættið strax! Ég get auðvitað engu um ykkar málfar ráðið en væri ég einræðisherra skyldi slíkur klæðaburður og málfar og misþyrming á íslensku og allt annað en slettur á gullaldarensku sæta refsingu.
Er það aðeins mér sem þykir ókurteisin komin úr böndunum?
Er það aðeins ég sem syrgi hreina íslenzku og fagra meðferð á ensku, máli Shakespears sem ungdómurinn treður í svaðið?
Er það aðeins ég sem almenna kurteisi sjá vildi aftur og dejligt mannlíf á Fróni á ný?