Hvað er með þessa þætti, Leiðarljós.. Nágranna, glæstar vonir og annað í þeim dúr?
Hættir þetta aldrei? Númer hvað eru þessir þættir?
Hvenær deyr þetta gamla fólk í þáttunum? Það er alltaf jafngamalt!
Og alltaf um það sama!
T.d. Leiðarljós menn með hatta í ljósbrúnum frökkum í bílageymslu með svarta skjalatösku og samruni fyrirtækja og framhjáhöld, og ég kveikti á sjónvarpinu eitt sinn og þá var leiðarljós þáttur og það var verið að sýna brúðkaup hjá einhverjum….

Næstum viku seinna, sé ég leiðarljós aftur í sjónvarpinu, OG ÞAÐ ER SAMA BRÚÐKAUPIÐ!

Og Marge og Harold í Nágrönnum, hvað er með þau?
Hún hljómar eins og hún hafi reykt 26 vindlapakka…
Og þegar hann reynir að leika hneykslaða persónu stamar hann “We…we..weell.well!” og hristir undirhökuna.

Ég hef samt of oft staðið mig að því að horfa á þetta….<br><br>


<b>Gleymdir að drekka brazza!</