Á þessum tímum er ungdómurinn hér á Íslandi greinilega orðinn gífurlega latur og fólk er meira að segja hætt að nenna að skrifa smá greinarstubb. Þess í stað er fólk byrjað að nota léttu aðferðina sem er auðvitað copy/paste. Menn halda að aðrir hugarar séu það hryllilega tregir að þeir fatti þetta ekki en mönnum hefur alvarlega skjátlast. Það er t.d. einn hugari sem er búinn að senda inn fjórar greinar inn á huga sem ég hef séð og eru þær allar fjórar copy/paste. Fyrst sendi hann inn tvær greinar um kvikmyndir, star wars ep 2 og the two towers og ekki tók það langann tíma fyrir hina snjöllu hugara að fatta að þetta væri copy/paste grein, tekin af kvikmyndir.is. Þessi hugari dró sig í hlé í smá stund en byrjaði síðan aftur á sömu dellunni menn fatta þetta strax og þegar að maður sér innsenda grein eftir þennan hugara þá þarf maður ekki að líta nema smá á greinina og þá sér maður að þetta er copy/paste. Þessi drengur að ég held er 11 ára patti sem hefur ekkert vit í að skrifa alvöru greinar. Ég vil biðja þennan dreng um að hætta þessu því að hann er bara að gera sig að fífli með þessu. En í lokin vil ég bara óska honum til hamingju með að vera bestur á huga í copy/paste ;)

Kv. Scorpion King