Noh, eru sjálfstæðismennirnir farnir að spinna upp einhverjar samsæriskenningar um R-listann núna?
Mér finnst alveg dæmalaust merkilegt hvernig hálf þjóð getur fylgt einum manni í blindni eins og rollur á leið til slátrunar. Þó að Davíð Oddson hafi horn í síðu Baugs (og að sjálfsögðu R-listans) þá þurfa ekki allir sjálfstæðismenn að gera það! Oddsyni líkar ekki við Baug því Baugur er ekki eitt af kolkrabbafyrirtækjunum og er að sjálfsögðu stór ógn við þau. Það er eitthvað sem ég held að ætti ekki að snerta flesta landsmenn.
Það er ekkert vafamál að fyrirtæki styðja stjórnmálalista og er Sjálfstæðisflokkurinn eflaust með mestan fjárhagslegan styrk frá fyrirtækjum enda er flokkurinn mjög fyrirtækjavænn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mörg fyrirtæki í vasanum og mörg fyrirtæki hafa sjálfstæðisflokkinn í vasanum á móti, og eins og allir vita þá kostar greiði annnan greiða á móti og því spurning undir hversu miklum áhrifum hver flokkur er frá fyrirtækjum og hversu miklum þrýstingi fyrirtækin beita flokkana til að fá sínu fram í pólitík.
Svo ég ráðlegg þér að vera ekki með miklar kenningar um R-listann og Baug, ég held að Sjálfstæðismenn hafi engan veginn efni á þesskonar gagnrýni á aðra flokka.