The infamous
Ömurlegasta auglýsing allra tíma...
Já, ég var í þungum þönkum um daginn yfir sjónvarpinu, þá kom einmitt ógeðslegasta, vitlausasta og leiðinlegasta auglýsing allra tíma, þetta er einhver Mentos auglýsing þar sem stelpa er ein heima og er að fara að ríða einhverjum strák sem er hjá henni, en þá koma mamma hennar og pabbi heim, þá setur hún á hann eitthvað svona grænt smyrsl í andlitið á honum með gúrku á augunum…(man ek hvað það heitir…) Svo kemur mamma hennar upp í herbergi og sér dóttir sína og “vinkonu” hennar, mamman labbar út, en kíkir aftur inn og sér lappirnar á stráknum og sér að þetta er ek stelpa, svo glottir hún og labbar eitthvað… Síðan kemur upp á skjáinn eitthvað “Mentos, keeps you fresh” eða eitthvað, ég skildi þessa auglýsingu bara ekki, getur einhver útskýrt hana fyrir mér?