Er þetta meiri steypan?
Ef þú hefðir fyrir því að athuga staðreyndir áður en þú kemur blaðskellandi með einhverjar bifvélavirkjafullyrðingar hefðirðu kannski kíkt í orðabók. Ég mæli með að þú athugir
http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl og sláir inn téð orð, hvort sem er “þús” eitt og sér, “þúshundrað”, “þúshundraðsár” eða hvað sem þú vilt fá nánari upplýsingar um. Þarna er að vísu lítið um skýringar því miður, en ætti að sanna fyrir þér að umrædd orð eru virkilega til.
Flestir átta sig líka á að þegar skrifað er þús. (taktu endilega eftir punktinum í lokin) er um að ræða skammstöfun. Enda standa atviksorð á borð við “þús” sjaldnast ein, og er ekki um að ræða tölu í sjálfu sér. Þú mátt fyrir mér endilega fara og reyna að snapa þér síma á tíkall, en ekki þá vitna í mig, því ég hélt aldrei fram að það væri möguleiki.
Umræðan snérist um það, að upphafsmaður hennar (bjánaprikið) ætlaði að benda á að “þúsöld” væri betur skilið sem þúsund aldir, ekki þúsund ár. Ég kom með mótrök, sem eru ekki einvörðungu mínar skoðanir, heldur eiga rætur í uppruna orðsins ekki máltilfinningu okkar, og sannaði að bjánaprikið hafði rangt fyrir sér. Ég sé ekki röktengslin á milli þess að fræða þann sem fór rangt með um réttan uppruna orðs, og þess að fara að röfla um íslenskar þýðingar á bifreiðaíhlutum.
Ef þú hefur athugað skrif mín hér að ofan vel ættir þú að hafa komist að tvennu:
a) Ég hef rétt fyrir mér
b) Ég nota oft samtengingar á eftir kommum. Og hvers vegna (tókstu eftir að nú byrjaði ég meira að segja málsgrein á samtengingu?)? Jú, því að þó að maður læri í grunnskóla að það sé ekki endilega fallegasti ritmátinn í öllum tilfellum, þá eru ekki til neinar reglur sem banna það. Kommur má líka nota til að slíta í sundur málsgreinar með svipuðum hætti og þankastrik - sem ég hefði einnig getað notað. Rithöfundar nota oft samtenginar á eftir bæði kommum og punktum, og fáar gagnrýnisraddir hafa hingað til ómað frá bílvélaáhugamönnum. Enda ekkert að því að brjóta “reglur” (eða í þessu tilfelli ábendingar) ef maður þekkir regluna og veit hvað maður er að gera. Fáir agnúast út í Laxness, einfaldlega vegna þess að fólk veit að hann hafði fullkomið vald á því sem hann var að gera. Enn fremur er þessi ritháttur fullkomlega eðlilegur í óformlegum skrifum. Ég myndi persónulega ekki fara svo frjálslega með kommur og samtengingar í B.A. ritgerð.
Ég vona að þetta hafi svarað flestum þínum spurningum, stimpiltoppurinn minn, en ef ekki skal ég eftir fremsta megni reyna að koma til móts við frekari þarfir þínar.
Virðingarfyllst,
Svartrotta.