Kröfurnar eru:
“Notandi þarf að hafa náð 16 ára aldri.
Notandi þarf að hafa sent a.m.k. inn 10 greinar og sýnt fram á hann sé ágætis penni.
Þarf að hafa náð 1000 stigum á hugi.is
Þarf að hafa vit á áhugamálinu sem sótt er um
Þarf að koma reglulega inn á áhugamálið (helst á hverjum degi) til að samþykkja efni og halda utan um áhugamálið.”
Fyrsta krafan um aldurinn finnst mér mætti breyta. Mér finnst ef notandi undir 16 ára aldri hefur sannað að hann sé góður penni og treystandi fyrir adminstöðu ætti hann mega vera admin. Svo veit ég líka um nokkra admin sem eru yngri en 15.
Önnur krafan er um þessar greinar. Mér finnst að admin ætti að vera búin að senda inn 10 greinar á áhugamálið sem hann sækir um adminstöðu. Fáranglegt finnst mér til dæmis að adminin Drebenson á DVD hefur ekki sent inn þar eina grein.
En ef áhugamálið væri nýtt myndi þá myndi krafan sem núna er í gildi gilda.
Þriðja krafan er fín.
Fjorða krafan er náttúrulega ekki hægt að sanna nema ef notandi hefur send inn 10 greinar. Þá myndi renna þessi krafa renna í kröfu númer 2.
Krafa númer 5 er fín.
ÞEtta eru pælingar mínar.
<br><br>Fólk er fífl! Það sannaðist daginn 15. febrúar 2003.
<a href=“mailto:gunnarr@hotmail.com”>gunnarr@hotmail.com</a>- <a href="http://kasmir.hugi.is/nedrud">ókeypis ferð til Kasmír með mér</a>
Ég er búin að róa mig aðeins.