Ég hef verið fastakúnni á veitingastaðnum Me
Kong í Sóltúni seinustu árin og núna fyrir stuttu komu nýjir eigendur. Samdægurs hækkaði matseðillinn við eigendaskiptin. Þessi hækkun var ekki nema um nokkrir tíkallar til að byrja með, en fyrirgefanlegt þar sem þónokkrar breytingar voru gerðar á staðnum. Ég fór svo í gær og ætlaði að fá mér vinsælasta réttinn þeirra. Steikt hrísgrjón með kjúklingi. Viti menn Þá eru þeir búnir að hækka matseðilinn ennþá meira og t.d. þessi vinsæli réttur hækkað um ca.. 15% þrátt fyrir fyrri hækkun. Ég get ekki séð að Hrísgrjón (ca..90% af réttinum) hafi hækkað í verði, sérstaklega þegar krónan er að styrkjast. Kannski að heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hafi hækkað vegna aukinnar hættu á hryðjuverkum:) . Eftir þessa hækkun sé ég ekki ástæðu til að vera að taka á mig óþarfa krók í bænum til að sækja mat á þessum stað eftir þetta seinasta útspil. Ég þakka Me kong fyrir viðskiptin seinustu árum. Vonandi opnar fyrri eigandi nýjan stað.