Ég hef verið að fylgjast með umræðum sem hafa skapast um mig hér á huga og vil aðeins tala um nokkra hluti.

Ég var ekki rekinn eða bannaður, eins og JReykdal og Aquatopia hafa sagt þá bað ég um að admin réttindi mín yrðu tekin af mér í samtali við þann síðarnefnda á því ágæta spjall forriti MSN Messenger. En þá spyrja margir, af hverju? Af hverju hætti ég sem admin og af hverju ætla ég mér að hætta á vefnum?

Svarið felst í mörgu, mér fannst ég hafa brugðist trausti þegar ég gerði mér grein fyrir að þessar næstum árs gömlu greinar voru að hluta til líkar öðrum en það er ekki eina ástæðan, ég get reiðst eins og allir aðrir.

Tökum dæmi, Rattati skrifar þessa grein og einn huganotandi sem einnig er admin sem hefur alltaf verið einn af þeim sem hefur líkað illa við mig af einhverjum ástæðum, ákveður að reyna að finna eitthvað til að setja útá. Hann ákveður að benda á grein sem ég skrifaði um hver ætti að leika Leisure Suit Larry og bendir svo á Leisure Suit Larry vefsíðu sem hafði fullt af myndum af leikurum sem gætu leikið hann. “… hvílíkur og annar eins skandall og hræsni!”. Eina sem var líkt með minni grein og þessari var að það voru nokkrar sömu manneskjur sem komu fram, á henni var ekkert sagt, bara myndir sem teknar voru af netinu, á minni var mikill texti og myndir sem ég breytti í PhotoShop. Þetta dæmi var það eitt barnalegasta og aumasta til að reyna að ná höggi á manneskju og, því miður, er þorri huganotenda nákvæmlega eins og þessi notandi.

Ég ætla ekkert að vera endurtaka sumt sem ég hef verið kallaður hér í dag.

Mér hefur verið líkt við Árna, mér er svo nokk sama um það en spáum aðeins í þessu, ef að það hefðu ekki verið fréttamennirnir sem voru með skítkastið og ókvæðis orðin á hann heldur þingmennirnir, jafningjar hans og vinnufélagar. Hefði hann viljað halda áfram að vera á Alþingi með þeim?

Ég ætla ekki að fara að setja mig á einhvern háan hér en ég hef verið notandi hér á huga í eitthvað um tvö ár og verið admin hér í góðan hluta þess tíma. Ég hef skrifað á fimmtahundrað greina hér í ýmsu formi, svarað korkum og greinum í mörg þúsund skipti. Sem admin hef ég lesið og farið yfir þúsundir greina, kannana, mynda, linka og atburða. Hef ég grætt eitthvað á öllum þeim tíma sem farið hefur í það? Nei. Vil ég halda áfram að þjóna/skemmta þeim sem eru tilbúnir að snúa bakinu við mér strax og eitthvað bjátar á? Nei.

En ég er ekki að segja að allir hugarar séu svona. Mörg ykkar, meira að segja þið sem ég hef rifist við, eruð alveg frábær og Huga til sóma. Ég þarf ekkert að nefna ykkur, þið vitið hver þið eruð.

Ég er aðallega að skrifa þetta því ég hef fengið nokkuð mörg skilaboð og flest spyrja þau sömu spurningarinnar. Ætla ég virkilega að hætta, og svarið er já. Af einhverjum ástæðum virðist fólk halda að ég sé eitthvað meira hér en hver annar notandi, en treystið mér, ég er það ekki. Þið verðið búin að gleyma mér á eftir nokkra daga. Svo mun ég mæta einn góðan veðurdag hingað aftur og einhver skemmtilegur mun rifja strax upp fyrir fólk um hve mikill hálfviti ég er.

Eitt enn, Hvurslags, ég treysti á að þú takir við með kaldhæðnina, fólkið mun fara að fatta hana á endanum hjá þér, treystu mér. Þú getur byrjað á að svara þessu með einhverju um að ég sé bitur, kannski geturðu troðið önd inní, þá ertu að toppa allt. ;)
<br><br>kv. sbs / listen to the wise man! (prophet's song)
<a href="http://www.sbs.is“>sbs.is</a> - <a href=”mailto:sbs@sbs.is">sbs@sbs.is</a