Ég er hundfúl með hvernig þetta mál hefur þróast enda er það er fyrir löngu hætt að snúast um hvort hann SBS hafi misnotað admin réttindi sín eða ekki. Setningar eins og, “SBS skjóttu þig” og guð má vita hvað eru barnalegar og til skammar.
Mér persónulega er nokk sama hvort SBS sé höfundur þessara greina sem hann sendi inn eða hvort hann hafi bara þýtt þær, ég hefði aldrei lesið þessa gagnrýni nema af því að hún var á Huga og ég hef virkilega haft gaman af því að lesa flest eftir hann. SBS sagði af sér admin réttindum um leið og þetta mál komst í hámæli, sem er gott mál og ætti að vera nóg. Mér finnst algjör óþarfi að hengja hann fyrir þetta á netinu eins og stórglæpamann, enda eru mistök til að læra af og það er ekki eins og hann Stefán Birgir hafi brotið landslög.
Er ekki ágætt að fara að snúa sér að einhverju öðru og leyfa honum SBS að eiga þetta mál við sjálfan sig, enda eftir hverju er fólk að bíða?<br><br>Kv. EstHer
<a href="
http://estherp.blogspot.com">Orð sannleikans?</a