Það er náttúrulega hægt að borga minna með því að borga allt fargjaldið í fimmköllum og tíköllum þannig að bílstjórinn getur ekki talið það en ef allir gerðu það myndu þeir ekki fá þessa tekjuaukningu sem þeir vildu þannig að þá myndu þeir bara hækka fargjöldin meira.
Ég held nú að þrátt fyrir þessa hækkun sé ennþá ódýrara að taka strætó en að eiga bíl. Rauða kortið kostar eftir hækkun 10.500 fyrir 90 daga þannig að 4 slík á ári kosta líklega svipað og bara tryggingin af smábíl. Þá væru eftir bensín, bifreiðagjöld, bensín, skoðun, bensín, viðhald, bensín og slatti af smáhlutum, rúðupiss og slíkt. Fyrir þá sem taka strætó ekki á hverjum degi, þá geta þeir líka keypt miða sem eru að fara úr 150 kall farið uppí 167. Miklu skárra en 220. Fargjaldið fyrir aldraða fer úr 80 kr. uppí 90.
Auðvitað gætu þeir líka fækkað leiðum og ferðum en alltaf þegar þjónustan versnar hættir líka fleira fólk að taka strætó. Ég bý í Kanada og þar veit maður aldrei hvaða leið gengur hvenær nema hafa leiðabók eða kíkja á netið. Sumir ganga svo til alltaf á korters fresti, sumir bara á annatímum á virkum dögum og svo allt þar á milli. Strætóinn sem ég tek í skólann gengur t.d. ekki á sunnudögum.
Annars var ég að lesa það á textavarpinu að ríkið er að græða feitt á sköttunum á strætó meðan bæjarfélögin tapa. Þessi fargjaldahækkun á að skila 85M á ári í tekjuaukningu en ríkið er að græða 230M á ári á strætó. Segir reyndar ekki mikið uppí 100M á mánuði sem bæjarfélögin eru að tapa en samt. Þessi frétt er á <a href="
http://www.textavarp.is/111/">
http://www.textavarp.is/111/</a>