Þessir svokölluðu “einkabílstjórar” eru ekki nema tillitssamir ruddar! Ég fer að hallast að því að þeir séu með samsæri gegn okkur skólafólkinu. Ef einhver dæmi séu nefnd þá mæta þær alltaf of seint ef maður mætir alveg tímanlega í skýlið eða koma ekki yfir höfuð og ef maður mætir 1 mín áður en hann á að koma þá sér maður hann þjóta framhjá og reynir að gera tilraun með að hlaupa eftir honum en ég held að þeim finnist þetta gaman og eru skellihlægjandi innra með sér þegar menn eins og ég hlaupa í þessum nístings kulda hrópandi og kallandi eftir vagninum en hann stoppar aldrei. Og ef maður er svo heppinn að ná honum á réttum tíma og kemst að því að peningurinn eða grænakortið sé eftir heima á skrifborðinu þá er ekki séns að tala við þá um undanþágu á gjaldi eitt dæmi er að ég var rekinn út úr strætó fyrir að vera aðeins með 170 kr!! Þannig ég spyr er þetta þjóðfélag að stefna til glötuna
Friðrik(