Fannst bara svo undarlegt að það var ekkert búið að minnast á þetta hérna. (Tekið af www.mbl.is)

Rúrik Haraldsson leikari er látinn 77 ára að aldri. Rúrik fæddist 14. janúar 1926 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Kristjana Einarsdóttir húsmóðir og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi.
Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950.

Rúrik lék fjölda hlutverka á sviði og einnig í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Rúrik fékk m.a. menningarverðlaun Þjóðleikhússins 1960 og 1968 og listamannalaun Menningarsjóðs 1960. Þá hlaut hann Silfurlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdómara, fyrir aðalhlutverkið í leikritinu Gjaldið eftir Arthur Miller árið 1970. Hann fékk heiðurslaun listamanna, skv. ákvörðun Alþingis, frá árinu 2001.

Rúrik kvæntist Önnu Sæbjörnsdóttur hönnuði, sem lést sumarið 1998. Þau láta eftir sig þrjú uppkomin börn: Björn ljósmyndara og flugmann, Harald Stein flugumferðarstjóra og Ragnhildi leikkonu. Barnabörn Rúriks og Önnu eru nú sjö.


Einnar mínútu þögn fyrir fallin meistara.<br><br>“When I think of famous, I think of serial killers or politicians.
I think being in a band is just an excuse to not work.” - Billy Corgan