Já, allir mótmælendurnir halda að 101 sé miðpunktur alheimsins og það lengsta sem þeir hafa farið út á land, að þeirra sögn, er inn í Laugardalinn. Að sama skapi eru allir virkjunnarsinnar með íslenskukunnáttu og röksemdafærslu á við þriggja ára krakka, eða hvað?
Opnaðu nú aðeins augun og hugsaðu út í það að stór hluti mótmælendanna, er ekki aðeins að mótmæla áhrifum virkjunnarinnar á náttúruna, heldur einnig fjárhagslegu hliðarinnar. Það er ekkert sjálfgefið að við munum fá einhverja hundruði milljarða króna út úr þessu, eins og fólk virðist halda. Allaveganna er ekki enn búið að sannfæra.
En þú segir ,,vitiði hvað við græðum á rafmagninu og álinu sem vill seljum út?? það er nóg til að lækka fjandans skattana,tolla og verð af rusli sem maður kaupir útí búð.“, og þá vil ég spyrja þig, veist þú hvað við græðum mikið? Og hvernig veist þú það? Ekki hef ég neina hugmynd um það, og Landsvirkjun hefur hana ekki heldur. Því það er alls ekki hægt slá því föstu hvað eða jafnvel hvort við græðum á þessu, það er eitt sem allir geta verið sammála um.
Og þessi rök þín um ,,að helmingurinn að mótmælendonum vita ekki rassgat hvað er þarna og hefur ekki einusinni séð helvítis staðinn” hef ég aldrei skilið, hvaða máli skiptir það hvort að mótmælendur hafi komið upp að Kárahnjúkum eða ekki? Mega þeir þá sem ekki hafa komið til Íraks mótmæla stríðinu þar?
Kannski, þegar allt kemur til alls, ert það þú sem ættir að hugsa aðeins betur út í þetta, eins og þú orðar það svo skemmtilega.