Takið eftir því næst þegar það kemur fram hvaðan fólk verslaði þetta og hitt, það er mikið af óbeinum auglýsingum í þættinum! Og flestar eru þær pottþétt keyptar, hvort að Valla Matt fái inneign í verslunum sem er minnst á eða hvort fólk fái lánað hitt og þetta til að gera sem flottast hjá sér veit ég ekki, en þetta er alls ekkert nýtt!
Það hefur t.d tíðkast lengi að þegar ljósmyndarar frá Hús og hýbýli koma í hús að taka myndir að það sé hafður stílisti með, húsgögn eru færð og öllu er breytt. Maður þarf ekki annað en skoða sumar myndirnar vel til að sjá það, sama dótið er í mörgum herbergum, það er einfaldlega fært til. Ég veit um mörg dæmi þar sem eigendur verslana hafa samband við það fólk sem á að koma í næsta blaði og bjóða því að fá lánaða hluti áður, ef það minnist á búðina. T.d er ein ljósbúð sem stundar þetta og hefur líka fengið gríðalega athygli í blaðinu í staðinn. Af hverju ætti Innlit/Útlit að vera eitthvað öðruvísi?
Sagan segir að Vala hafi verið látinn fara úr öðrum svipuðum þætti á sínum tíma hjá annarri stöð einmitt vegna þess að hún þáði “mútur”, hún fór í heimsóknir til þeirra verslana sem gáfu henni hitt og þetta og í staðinn fékk verslunin gríðalega auglýsingu.<br><br>Kv. EstHer
<a href="
http://estherp.blogspot.com">Orð sannleikans?</a