Sú sniðugasta sem ég hef séð er erlend Peugeot 306 auglýsing. Þar er gaur sem býr í Indlandi eða á svipuðum slóðum sem á haug sem á að heita bíll. Draumurinn hans er hins vegar Peugeot 306. Einn dag tekur kauði sig til og keyrir og bakkar á vegg til að stytta bílinn sinn í báða enda (var sedan bíll). Því næst lætur hann fíl setjast fremst á húddið til að fá straumlínulagaðra húdd. Eftir það hefst mikið hamars og meitils vinna og VOILA! Gamli haugurinn er orðinn nauðalíkur 306.
Alger snilld sem verður ekki lýst með orðum.
Annars finnst mér 1X2, Thule, Popsecret þar sem kisi klórar pung, vídeó auglýsingarnar með Gunnari úr Fóstbræðrum og svo allt sem Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson koma nálægt. Einkum og sér í lagi Tal auglýsingarnar.
Það er kannski hægt að lesa úr þessu að ég hef ótrúlega gaman af góðum auglýsingum, enda fór ég alltaf af grenja þegar ég var lítill og auglýsinga tíminn kláraðist. Líka þegar það var barnatími. :c)
<br><br><a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati">Hvati</a