Held þetta sé bara rugl sko, fékk 100% í Jainism eða einhverjum fjandanum, svo 80 og eitthvað % í búddisma, svo 86 % í Neo-pagan, sem er það eina sem átti við einhver rök að styðjast í þessari könnun. <br><br>“We can do whatever the fuck we want, really. We've got carte blanche. I mean, when we did ‘Fade to Black’, that was our first ballad and it really blew a few minds out there. People wrote us off then; ‘Fuck them! It’s over. It's no longer speed metal.' Okay, fine. You can feel that way. But fuck you, too.” - James Hetfield
Það eru reyndar margar spurningarnar sem Neo Pagans og Jainistar og Búddhistar myndu líklega fá eins svör við. Hins vegar eru skoðanir Neo Paganista ekki jafn afgerandi á mörgum sviðum því þeir eru ekki jafn skilgreint trúarbragð enn, enda miklu yngra, Jainsim og Búddhismi eru bæði mjög gömul trúarbrögð. Svo ef þú varst sammála opinberum skoðunum Jainista eða Búddista á ýmsum samfélagsmálum til dæmis, eða trúarlegum smáatriðum sem Neo Paganistar hafa kannski meira mismunandi skoðanir á, enda eru þeir meira mismunandi í mörgum skoðunum en hinir tveir, er eðlilegt að þú komir frekar út sem Jainisti eða Búddhisti.
Jainistar hafa annars afgerandi skoðun á næstum öllu sem til er svo þú hlýtur að vera ansi líkur þeim að einhverju leyti til að fá 100% þar, þú ert fyrsti sem ég veit um sem fær það út. En kannski ertu algjörlega ósammála þeim á einhverju sviði sem alls ekkert var spurt um fyrir því. Þetta próf á nú líka ekkert að taka neitt alltof alvarlega en það er gaman að því.
0