Var að rekast á þessa einstaklega fyndnu síðu sem tengil á batman.is:
http://www.simnet.is/smart/
Þarna er sumsé einhver naungi að býsnast yfir ADSL reikningnum sínum (kannski skiljanlegt, þar sem hann er hátt í 90 þúsund fyrir einn mánuð), með þeim rökum að megnið af umferðinni sé innanlands. Því miður virðist hann ekki hafa áttað sig á því sem kemur skýrt fram í notendaskilmálum áðurnefnds fyrirtækis )og hægt er að komast að með u.þ.b. 4 mínútna fyrirhöfn á vefsíðu Íslandssíma), að ekki er gerður greinarmunur á innanlands- og utanlandsumferð hjá Íslandssíma, nema keyptur sé ADSL II tilboðspakki. Nú er augljóst að það hefur þessi bjáni ekki gert, þar sem samkvæmt reikningum er hann með 256k ADSL, en lágmarkstenging fyrir ADSL II er 512k.
Hann situr sem sagt eftir með (samkvæmt síðunni) 4 himinháa ADSL reikninga, líklega á leiðinni í lögfræðiinnheimtu, og enn skilur hann ekki neitt í neinu, heldur áfram að hlaða niður dýrakláminu sínu, og setur síðan upp svona síðu til að koma upp um heimsku sína. Ég vona svo innilega að þetta drasl sem hann hefur náð sér í þessa 4 mánuði sé þessara hundruða þúsunda virði (þó ég persónulega efist um það, ekki hef ég enn rekist á neitt á netinu sem ég væri til í að borga þessar upphæðir fyrir að ná í).
Sannar bara hið fornkveðna, fólk er fífl. Áfram Íslandssími!<br><br>+——-+—————————————+| rotta | ég hef tekið of stóran skammt af engu |+——-+—————————————+