Mig langar aðeins að fá að nöldra um það hversu tjáningarfrelsið hérna á huga er af skornum skammti.(úps, vonandi verður þetta birt!!) Ég lendi ansi oft í því að ég er að senda inn greinar,og oft myndir, (en það er annað mál), og greinarnar mínar eru bara ekki birtar. Ég skrifa mikið af smásögum og ljóðum sem ég sendi inn, en síðan er einhver “þarna á bakvið” sem ákveður hvað má birta og hvað ekki. Mér finnst þetta svolítið óréttlátt, sérstaklega í ljósi þess að ég er ekki að skrifa um neitt sem skaðar aðra og finnst mér þetta því vera hefting á tjáningarfrelsi, sem ég taldi mig hafa. En hinsvegar væri gaman að fá að vita hvað það er sem farið er eftir í þessum efnum og hvað það er sem ekki telst birtingarhæft. Eða hvort hreinlega þessi dularfulli aðili sem fer yfir þetta hefur hreinlega óbeit á einhverjum ákveðnum aðilum….nei, ég segi nú bara svona!!! Þetta kemur ansi oft fyrir hjá mér og stundum koma einhverjar hálvitalegar skýringar hversvegna þetta var ekki birt og stundum kemur bara ekkert…það er bara eins og greinin hafi hreinlega gufað upp einhversstaðar þarna á leiðinni!!
En þrátt fyrir þetta nöldur þá hef ég margt gott að segja um huga.is, og væri sennilega ekki hérna ef svo væri ekki. En oft má bæta hlutina og vildi ég bara benda á þetta!!<BR