Ég var að labba með vini mínum á Þorláksmessukvöld niðrí bæ. Svo löbbuðum við heim til hans í vesturbæinn og vorum að labba niður litla götu sem heitir Lokastígur. Við erum báðir 19 ára og ekkert hættulegir á að sjá og vorum bara eitthvað hlæjandi útaf einhverjum einkahúmor þegar við mætum gamalli kellingu. ég er svo kurteis að ég vék meira segja út á götuna svo að kellingin kæmist leiðar sinnar. Svo í þann mund er við mætumst segir sú gamla“ Ég er með síma og hringi á lögregluna ef þið svo mikið sem snertið mig” Vinur minn sagði bara að við ætluðum ekkert að skipta okkur af henni og bauð henni Gleðilegra jóla. Þá svarar kellingin “ ég vil ekki þurfa að endurtaka mig” svo við lögðum bara aftur af stað og töluðum hátt um að gamla fólkið nú til dags væri ruglað.
Það sem pirraði mig svo mikið var að þessi kelling virtist vera alveg viss um að við ungir, myndarlegir menn, allsgáðir að labba um klukkan 10 á Þorláksmessu, ætluðum að ræna af henni veskinu og nauðga sér. Við ætluðum okkur náttúrulega hvorugt. Pirrandi… og ég hef aldrei stolið svo mikið sem einum tíkalli… jú reyndar stal ég Fílakaramellu þegar ég var 12 ára
:Þ<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans var tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”