Gleðilegan 24. desember hugarar! Því þótt mörg okkur munu þurfa að mæta í vinnuna á morgun og sleppa ekki fyrr en rétt eftir hádegi þá verðið þið að viðurkenna að sá 24. skipar sérstakan sess í í hjörtum okkar, þó það væri nú ekki nema fyrir það að vera dagurinn fyrir afmælisdag frelsarans.
Í tilefni dagsetningarinnar vill ég gera smá þakkargjörð; ég vill þakka huga.is fyrir frábæran vef og eina almennilega vefsamfélagið á netinu sem gerir það að verkum að maður þarf aldrei að fara neitt annað á netinu, jafnframt vill ég þakka öllum þessum 10000 hugurum þarna úti, þið eruð Hugi!
Ég vill jafnframt þakka stráknum þarna á Austurlandi, þeim sem fann storkinn, fyrir hann Styrmir stork sem virkilega birti upp fyrir mér skammdegið um daginn þegar ég heimsótti dýrið í Húsdýragarðinn.
ÉG vill þakka mömmu minni og pabba fyrir að vera þau sem þau eru því ef þau væru ekki þau sem þau eru væru ég ekki sá sem ég er.
ÉG vill þakka Bill Gates fyrir að vera sá sem hann er, ef hann væri ekki hefði kannski einhver annar orðið skotspónn tölvunördanna, kannski einhver sem ætti það minna skilið.
ÉG vill þakka fyrirtækinu sem framleiðir Family guy teiknimyndaseríunnar fyrir að hafa tekist hið ómögulega og toppað Simpson í skemmtunargildi.
Ég vill þakka óbilgjörnum frumkvöðlum p2p tækninnar sem gerðu mér kleift að sjá allar þessar teiknimyndir.
Ég vill þakka ótrúlegubúðinni fyrir að bjóða uppá jafn snilldarlega flöktlampa á jafn ótrúlegu verði, verði svo ótrúlegu að jafnvel ég hafði efni á því og hefur lampinn atarna stytt mér þónokkrar andvökustundinar með fjólublárri birtu sinni.
Ég hugsa að ég vilji síðast en ekki síst þakka fórnfúsum leikskólafóstrum þessa lands fyrir að ala um kynslóð eftir kynslóð af eðal arískum íslandsbörnum.

Ég bið ykkur, í anda jólanna sjálfra, að færa þakkargjörð, hér á þessum korki, núna.
Takk fyrir.<br><br><b>nologo viðurkennir fúslega að hann hefur alls ekki alltaf rétt fyrir sér.</b>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Einmal ist keinmal - einu sinni er ekkert. Að lifa aðeins einu lífi er eins og að lifa alls ekki.</i><br><h