10. Bitrir Strætóbílstjórar sem ætla svo sannarlega ekki að láta þetta unga pakk komast upp með neitt múður… fargjaldið er 200 kr. og ekkert kjaftæði.
9. Bókasafnsfræðingar sem skilja ekki að krakkar eru ekki að reyna að svindla þegar þau taka “fullorðinsbækur”… sumir krakkar geta lesið annað en Doddi fer í sund með Eyrnastórum.
8. Bloggarar sem halda að þeir séu að skrifa stóra sannleikann um lífið á hverjum degi… að þeir séu eitthvað merkilegri en hinir 10.000 bloggararnir.
7. Kvennréttindafraukur sem sjá alla karlmenn fyrir sér sem skrattann tilbúinn að nauðga öllu með gati…
6. “Karlmenn” (aular) sem tala um að “detta nú í það um helgina og finna sér eitthvað að ríða”… enda yfirleitt heima, einir með Hustler. Eru oft með tribaltattú og hlusta á FM og taka í vörina og drekka vanillukók…
- Einnig þeir sem kalla konuna sína “kellingu” þegar hún er ekki nálægt.
5. Hobbý - umhverfisverndarsinnar. Fólk sem hefur verið talið trú um það að það sé mjög flott og pólítískt rétt að mótmæla virkjunarframkvæmdum. Það hlýtur að vera að því vonda að fólk á austurlandi búi við sæmileg lífsskilyrði, og þess vegna skulum við standa fyrir framan alþingi svona þegar við höfum tíma til og veðrið er gott og fara í mótmælaleik…
-bæ ðe vei… 1600 póstkort?!?! hvað ætli það hafi verið hoggin mörg tré til að prenta þau… og svo kallið þið ykkur náttúruverndarsinna??
4. Counterstrike spilarar sem eru komnir yfir tvítugt… komm on… þið hljótið að hafa eitthvað betra að gera en að hanga í Gamedome og öskra ykkur hása setningar eins og “Andskotans Núbbi”… “eða ertu heimskur!!!”.
3. Fólk sem fylgist með Survivor… Eruði að grínast!?! Þetta er er eins og að glápa á flugur ríða.
2. Íslenskir auglýsingagerðarmenn… alltaf þegar maður heldur að þeir geti ekki sokkið lægra.. þá text þeim það. Einhver tekið eftir því hvað farið er að misnota börn svakalega í auglýsingum…?
1. Apakettir sem nenna að skrifa langa grein á Huga sem týnir til alla þá sem honum finnst vera óþolandi :)
Endilega bætið við listann…
Gleðilegt ár og farsælt komandi Hugaár :)
————–