Í <a href=http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=838156&iBoardID=118 target=”_new”>nýlegum nöldur pistli</a> lýsti ég vanþóknun minni á því að fólk bæti inn stöfum og/eða orðum inní skammstafanir (LLLLOOOOLLLL og fleira því um líkt). Ég fékk mörg jákvæð svör við því og voru mér margir sammála en svo voru nokkrir sem töldu það að með því að bæta inn orðum þá væru þeir að auka merkinguna, eða eitthvað svoleiðis. Þá er sá aðili sem skrifar “LLLLLOOOOOLLLLL” að hlæja meira en sá sem skrifaði bara “LOL” en samt minna en sá sem skrifaði “LLLLLLLLLLLLLLLLLOOOOOOOOOOOOOLLLLLLLLLLLL”. Ég veit ekki hvernig þetta kvarðast ef “ROFL” og “ROFLMAO” er tekið með.

En þá kem ég að aðaltilgangi póstsins, sem er einskonar framhald af fyrri póstinum mínum um þetta efni sem ég minntist á í málsgreininni hér fyrir ofan.

Sko, nú vita sumir að “sbs” er skammstöfun á nafninu mínu. Ég ætla ekki að nefna nafnið mitt aftur, enda hefur það komið nokkuð oft fram hér á huga og þeir sem vilja vita það vita það nú þegar eða geta auðveldlega komist að því með því að fara í leitina og leita af því bara.

Sko (ég ætla að byrja báðar málsgreinarnar með “sko”, þetta er ekki eitthvað sem ég tók sjálfur ekki eftir svo það þarf ekki að benda mér á það með svari).

Bíddu, hvar var ég. Já!

Sko (þriðja “skoið” sem ég ætla að nota. Þá vil ég hér með að fólk fari að nota sömu taktík á mína skammstöfun og hinar. Með því meina ég eftirfarandi:

Ef þú ert bara að bendla einhverju að mér svona yfirleitt, þá skal nota “sbs”.

Ef þú ætlar að segja mér eitthvað spes, þá ber að nota “sssbbbsss”

Ef þetta sem þú ert skrifa er mjög mikilvægt og ég verð að lesa það, þá verðið þið að nota “ssssssbbbbbbssssss”.

Það getur verið erfitt að stara á mörg “s” á tölvuskjá og reyna að telja þau svo ég skal gefa ykkur létta og skemmtilega reglu. Í “sbs” eru þrír stafir, einn af þeim kemur fram tvisvar sinnum, en það er “s”. Í “sssbbbsss” breytist þetta, fjöldi stafanna, “3”, er margfaldaður með sér sem myndar “9”.
“sbs” = 3
“sss” = 3
“bbb” = 3
“sss” = 3

Svo er þriðja systemið en þá er “sssbbbsss” margfaldað með tveimur, sem er sami fjöldi og “s” kemur fyrir í upprunalegu skammstöfuninni!

“sss” = 3*2 = “ssssss”
“bbb” = 3*2 = “bbbbbb”
“sss” = 3*2 = “ssssss”

Ég vona að þetta sé allt mjög ljóst og að það komi ekki neitt vesen útúr þessu.<br><br><b>kv. sbs </b><br>Verndar þig frá undirskriftum dauðans! | <a href="http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a