Maður mætir í Sagnfræðiskor í HÍ og fattar allt í einu að við vorum dönsk nýlenda í den og vænn hluti af sögu okkar og því sem henni viðkemur er skráð á dönsku. Súrt er það, en allt í einu er ég ekki svo sáttur að danskan sem ég lærði er ekki jafn góð og einkunnirnar segja til um.
Auðvitað gagnast þetta ekki öllum, en þetta snertir fleiri en sagnfræðinga, t.d. yrði ég ekki hissa ef lögfræðingar gætu þurft á dönsku að halda vegna gamalla lögbóka. Mér finnst danska súr, en ef við eigum að læra eitt norðurlandamál, þá er það víst danskan sem er best að kenna.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”I love the smell of Optimax in the morning…" - Richard Meaden, Evo #051