Stafsetning á Huga
Sko, ég er eiginlega komin með nóg af því að lesa greinar á huga sem eru yfirfullar af allskonar stafsetningar villum, auðvitað er það skiljanlegt að flestir geri einhverar stafsetningar villur, margir ekki með fingrasetninguna á hreina á lyklaborðinu og örugglega einhver slatti sem er lesblind/lesblindur. En mér finnst að þeir sem hafa umsjón með hvaða greinar verði birtar og svona að þeir ættu líka að taka tillit til stafsetningar greinahöfundar, þ.e. að þegar stafsetningar villurnar eru orðnar það margar að maður verði að píra augun og lesa sömu setninguna nokkrum sinnum til að fatta hvað á að standa þar að þá mættu umsjónarmenn senda greinina til höfundar og vinsamlegast biðja hann um að fara yfir grein sína og leiðrétta allar helstu stafsetningar villur sínar. Með þessu áframhaldi verður íslenskan örugglega orðin mun líkari færeysku eftir nokkur ár heldur en nokkurn tímann íslensku. Ekki það að ég sé að gera lítið úr færeyjum, þið vitið samt vonandi hvað ég er að meina.