Við erum nú einu sinni á Íslandi.
Hugsið út í þetta, það snjóaði meira í sumar heldur en er búið að snjóa í allan vetur. Sumarið var frekar kalt, jafnvel kaldara en það sem af er vetri. Það er einmitt það skemmtilega við Ísland; Þú veist aldrei hvernig veður er á morgun. Núna erum við að fara að halda jól, og grasið er ennþá að vaxa og ormar skríða á götunum eins og á vorin. Sem sagt græn jól, þó að það gæti að sjálfsögðu snögg kólnað á morgun og snjóað mikið eða orðið mjög kalt, hver veit?
Seinasti janúar var mjög heitur, hitinn fór uppí 17 gráður ef mig minnir rétt, sem er það mesta sem gerist á sumrin. Samt var febrúarmánuður sá kaldasti í 65 ár. Árið 2000 var janúar mánuður líka mjög heitur, en hvað gerðist svo? Það snjóaði svo mikið að sumir mundu varla eftir öðru eins. Þess vegna segi ég, að það er ekkert sem bendir til þess að á morgun eða í næstu viku verði ekki blindbylur eða 20 stiga frost.
Veðrið í ,,vetur" er búið að vera alveg fullkomlega eðlilegt miðað við íslenskt veður, gróðurhúsaáhrifin ættu ekki að vera búin að hafa mikil áhrif á veðurfar hér, ef þessi kenning er þá rétt. Veðurfarssveiflur millir áratuga geta alltaf verið, t.d. var byrjun áttunda áratugarins miklu snjóþyngri heldur en byrjun níunda, þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.
Munið bara að við erum á Íslandi, og það eina sem er öruggt með veðrið er að það er ekki öruggt.
Eða eins og Jón Gnarr sagði: Afhverju eiga Íslendingar enga afreksmenn á skíðum, það er snjór hérna allt árið um kring - nema rétt yfir jólin. :)