Eins og flestir vita koma jólsveinarnir bráðum í bæinn, nánar tiltekið 11. desember. Í ár mun LFMH (leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð) bjóða uppá góða jólsveinaþjónustu. Hægt er að fá jólsveininn til þess að ganga í kringum jólatréð og syngja jólalög á jólaskemmtunum eða nýta sér hina svokölluðu pakkaheimsendingu, þ.e. jólasveinninn kemur heim að dyrum með pakka handa börnunum sem foreldri hefur útvegað sveinka. Þessi þjónusta gildir frá 11. dessember til 14.00 á aðfangadag. ATH. einnig er hægt að leigja jólsvein til þess að koma pakka til skila til vina og vandamanna.
Pakkaheimsending kostar einungis 500 kr. á hvern jólasvein. Jólaskemmtun kostar 7.500 kr. á hvern jólasvein.
Fáðu nánari upplýsingar eða bókaðu jólsvein á lfmh@nfmh.is eða hringdu í síma 691-1614/661-0444.