Tíu ár eru liðin í dag frá því fyrst voru send textaskilaboð í farsíma, svonefnd SMS-skilaboð, að því er segir í frétt BBC. Það var Neil Papworth, verkfræðingur hjá Vodafone, sem sendi fyrstur manna SMS-skilaboð 3. desember 1992. Skilaboðin voru til yfirmanns hans og hljómuðu svona: „GLEÐILEG JÓL“ (MERRY CHRISTMAS).
Þessi bylting í samskiptatækninni fór þó hægt af stað og um þúsaldarmótin voru tiltölulega fáir farnir að nota SMS-skilaboð en eftir það jókst notkun þeirra gríðarlega. Nú er svo komið að tvær milljónir SMS-skilaboða eru sendar á hverri klukkustund úr breskum farsímum. (<a href=www.mb.is> mbl.is </a>)