Stjórn Englandsbanka breytti ekki stýrivöxtum á fundi sínum í morgun og kom sú niðurstaða ekki á óvart. Sýrivextir Englandsbanka hafa ekki verið jafn lágir í 38 ár og vill bankinn viðhalda trausti neytenda á efnahaginn þrátt fyrir efnahagssamdrátt í heiminum. Lágir vextir hafa m.a. leitt til mikilla fasteignaviðskipta vegna ódýrra fasteignalána.