1. Ný áhugamál:

Ég ætla að bregða útaf vananum sem myndast hefur með svona póstum og biðja ekki um neitt sérstakt áhugamál, hinsvegar ætla ég að biðja þá sem stjórna huga að koma með fleiri áhugamál.

Ég er alltaf að sjá hugmyndir að ágætis áhugamálum hérna á þessum korkum en lítið virðist vera gert í því að setja þau upp, vissulega á það nokkurn rétt á sér að setja ekki bara hvað sem er upp en en eins og áður sagði hef ég séð margar sniðugar hugmyndir hér.

Segjum að einhver hópur manna biðji um áhugamál X, þá væri ágætt að samþykkja það en setja áhugamálið á “skilorð” í 4-6 mánuði, þá sést hvort það gengur eða ekki og ef það gengur ekki þá verður bara slökkt á því. En hinsvegar ef það gengur þá mun hugi.is fá fleiri gesti = flettur = meiri auglýsingar = pening.
fyrir mér er þetta win - win aðstaða.



2. Möguleiki á að Endurskoða Endurskoða greinar áður en þær eru sendar inn:

Þetta segir nú eiginlega allt, þessi möguleiki er á korkunum en ekki á greinum og ekkert er jafn pirrandi en það þegar maður er búinn að vanda sig við að skrifa grein og allir linkar koma vitlaust út í þeim.



Svo eru auðvitað litlu hlutirnir eins og að:

3. það ætti að vera hægt að gefa álit sitt á könnunum og myndum.

4. Edit takki

5. korkar komi í þeirri röð sem þeim er svarað

6. röð á möguleikum í könnunum ruglist ekki (einstaklega pirrandi td. Þegar verið er að spyrja um aldur)

ofl. Ofl.



Að lokum vil ég segja að hugi er nú snilldarvefsvæði til að byrja með enda væri ég og allir hinir varla að stunda hann ef svo væri ekki.

Endilega komið með ykkar hugmyndir um úrbætur ekki síður en það se m ykkur finnst gott á huga.