Ferðir til Mars
Eftir misheppnaðar ferðir Mars Climate og Mars Polar Lander, hafa menn hjá NASA nú viðurkennt mistök sín og lagt bráðlætið á hilluna. Nú er verið að hefja framkvæmdir við nýja áætlun sem á að skila bæði ódýarari og öruggari árangri. Í fysrunni eru tveir leiðangrar á dagskrá. Og nú er evrópska geimferðarstofnunin ESA í fyrsta sinn komin á hæla Bandaríkjamanna. Evrópumenn hyggja einnig á rannsóknir á rauðu riekistjörnununni.
Surveyor er mælitæki sem sent var til Mars með Surveyor 2001, var mun nákvæmara og menn vonuðust til að kæmist að endanlegri niðurstöðu.
Vatn ber merki um líf
Það er leitin að vatni sem nú er helsta viðfangsefnið hjá NASA á Mars. Áður fyrr töldu menn sig alltaf beinlínis vera að leita að lífi á Mars. En það er of flókið fyrir svo ódýrarar rannsóknir að frekar var á kosið að vatni. Finnist vatn verður auðveldara að velja geimskipum lendingarstaði á rökum svæðum og láta þá hafa með litla líffræðirannsóknarstofu.
Hin erfiða ferð til Mars
Allt frá því árið 1962 hafa margir vísindamenn fengið að reyna hversu erfitt er að senda geimfar til Mars. Framan af komu upp bilanir í flestum geimskipum og enn í dag misheppnast álíka margar ferðir og þær sem heppnast giftumsamlega.
Fyrsta vel heppnaða ferðin var farin 1965 þegar Mariner IV flaug hjá og sendi 21 þokukennda mynd til jarðar. Árið 1971 tókst mönnum að koma Mariner IX á braut um Mars en merkastar voru þó ferðir Viking-skipanna 1976. Enn í dag standa Viking-geimskipin tvö upp úr, hvað varðar stærð, mælitæki og líftíma. Í báðum tilvikum var annars vegar um að ræða gervihnött sem fór á braut um reikistjörnuna og svo lendingareiningu sem lent var með hjálp hemlunarflauga, sem sagt miklu þróaðri lendingarbúnaður en þeir loftpúðar sem nú eru notaðir. Sambandið við Mars entist allt fram til 1982, þegar síðast heyrðist frá öðru lendingarfarinu. Sovétmenn vildu líka gjarna taka þátt í kapphlaupinu en sex tonna þungt Phobos-far þeirra sem átti að rasnsaka Phobos, tungl Mars, gaf sig. Og ekki gekk sovétmönnum betur með Mars ´96 sem féllu til jarðat í Suður Ameríku. NASA hefur einnig átt við vanda að etja eftir hinar vel heppnuðu ferðir Viking-farana. Árið 1992 brást Mars Oberserver, sem átti að fara á braut um Mars. En 1997 tókst hins vegar vel til með Pathfinder og litla Sojourner-bílinn. Þar á eftir komu svo vonbrigðaferðir Climate Orbiter og Polar Lander, 1998 og 1999
A.T.H. Sumt af þessu er fengið í Lifandi Vísindi en sumt inn á milli vissi ég sjálf og svo þýddi ég eitthverjar línur úr Amerískublaði.