Já, þetta er algjör snilld! Hvet þig eindregið til að sækja um, sama hvert þú ferð! ég fór sjálf til Álandseyja, tveir vinir mínir hafa farið til Stokkhólms og svo einn vinur minn til Færeyja, allir hafa jafn góða reynslu. Ef þú býrð ennþá heima hjá mömmu og pabba er þetta gott tækifæri til að búa sjálfur með smá stuðning. Þetta er líka frábært tækifæri til að læra tungumál, eingnast góða vini og skemmta sér konunglega. Ekki búast við því að koma útí plús, en flestir ná að koma út á sléttu. Mundu bara að fara með opnu hugarfari, staðráðinn í að skemmta þér og ekki láta smámuni eins og leiðinlega skipuleggjendur eða leiðinlega herbergisfélaga fara í taugarnar á þér. Ef þú ferð út með því hugarfari lofa ég þér frábæru sumri!Annars skaltu sækja strax um í janúar og gera góða umsókn! það skiptir miklu því það eru ekki allir sem komast að. Um að gera að fá alla vinnuveitendur til að skrifa vel um þig, skrifa allt sem getur dregið fram kosti þína og skrifa svo bréfið með þar sem þú dregur fram hvern einasta kost og allt sem þú hefur gerst um ævina!;) kannski ekki alveg ,en samt. Ef þú ert ekki mjög góð/ur í norrænu tungumáli er um að gera að fá einhvern til að þýða fyrir þig og skrifa sjálf/ur á Íslensku. Tungumálið verður ekkert vandamál þegar þú ert komin/n út því að þetta kemur á nokkrum vikum!
annars bendi ég bara á www.nordjobb.net og Norræna félagið sem þú finnur nirrí bæ á óðinsgötu 7! Þar er frábært fólk sem tekur vafalítið vel á móti þér sama að hverju þú vilt spyrja.